breytingar...
það eru hlutir í heiminum sem breyta lífi manns. Mismikið en gera það nú samt og það er margt í gegnum tíðina sem hefyr breytt mér og væri helst til langt mál að fara út í það allt hér.En það er eitt og annað í minni nánustu fortíð sem ég verð að fara út í hér í þessum pistli.. það var fleygt í mig fyrir um hálfu ári síðan gulum blaðsnepli og á þessum snepli var framtíð mín ráðin. Mér var sagt að á þessum blaðsnepli væri staðfesting á því að lítill "hlaupbangsi" væri lagður af stað í langt ferðalag, ferðalag sem ég hafði hafið á einni af frygðarstundum míns lífs. Og nú er þessi litli hlaupbangsi vaxinn upp úrhlaupin og farinn að æla á mig þegar henni sýninst og liggur núna í vöggunni sinni og hlusta á Bob dylan meðan hana dreymir um hvernig framtíðin eigi eftir að líta út. Og ég fór að hugsa um heiminn sem þessi litli engill er að fara að alast uppí og hvort ég treysti honum til að taka á móti dóttur minni sem manneskju sem hafði verið alin upp af föður sínum það er að segja mér og hvort mér tækist að forða henni frá þeirri efnishyggju og peningabrjálæði sem hann þjáist af..Það veit enginn og ekki einu sinni ég og kannski ber það jafnvel vott um mína eigin eiginhagsmunasemi að ég hafi svo mikið um það að segja á endanum.En ég segi skítt með það og leyfi sjálfum mér að halda að ég hafi bara helling um það að segja ...