föstudagur, desember 02, 2005

breytingar...

það eru hlutir í heiminum sem breyta lífi manns. Mismikið en gera það nú samt og það er margt í gegnum tíðina sem hefyr breytt mér og væri helst til langt mál að fara út í það allt hér.En það er eitt og annað í minni nánustu fortíð sem ég verð að fara út í hér í þessum pistli.. það var fleygt í mig fyrir um hálfu ári síðan gulum blaðsnepli og á þessum snepli var framtíð mín ráðin. Mér var sagt að á þessum blaðsnepli væri staðfesting á því að lítill "hlaupbangsi" væri lagður af stað í langt ferðalag, ferðalag sem ég hafði hafið á einni af frygðarstundum míns lífs. Og nú er þessi litli hlaupbangsi vaxinn upp úrhlaupin og farinn að æla á mig þegar henni sýninst og liggur núna í vöggunni sinni og hlusta á Bob dylan meðan hana dreymir um hvernig framtíðin eigi eftir að líta út. Og ég fór að hugsa um heiminn sem þessi litli engill er að fara að alast uppí og hvort ég treysti honum til að taka á móti dóttur minni sem manneskju sem hafði verið alin upp af föður sínum það er að segja mér og hvort mér tækist að forða henni frá þeirri efnishyggju og peningabrjálæði sem hann þjáist af..Það veit enginn og ekki einu sinni ég og kannski ber það jafnvel vott um mína eigin eiginhagsmunasemi að ég hafi svo mikið um það að segja á endanum.En ég segi skítt með það og leyfi sjálfum mér að halda að ég hafi bara helling um það að segja ...

miðvikudagur, október 05, 2005

hver er BJARTUR?!

Að vera eða ekki vera Bjartur , þarna er efinn . sat í miklum makindum að borða hádegismat á Ara í ögri búinn að skera væna sneið af beikoni og eggi sem var steikt báðum megin og rauðan hafði verið sprengd og setti það ofan á fullkomlega ristað brauð og var við það að stinga þessu uppí mig þegar harmakvein heyrðist frá henni Hörpu minni , sem notabene er komin 7 og hálfan mánuð á leið.Að sjálfsögðu hrökk ég við og spurði með hjartað í buxunum og átti von á því versta " hvað er að ástin mín" hún leit á mig og með tárvot augun sagi hún" Valdimar Örn flygering er Bjartur" ég var eki alveg að skilja hvað hún var að fara svo hún sýndi mér séð og heyrt blaðið sem hún var að lesa.þar var heilsíðufrétt þar sem Valdimar Örn flétti ofan af samsærinu án þess að blikna "ÉG ER BJARTUR"stóð stórum stöfum í fyrirsögn!!! HVER ER BJARTUR ÞÁ? var það fyrsta sem mér datt í hug . er Bjartur Bjartur eða er hann ekki Bjartur? mér varð strax hugsað til ella sem hafði sagt á 22 sýningum "þú ert bjartur". Var þetta allt saman lygi. leiklistarmafían hefur verið sprengd í loft upp með þessum staðhæfingum og enginn veit hversu lang þetta nær . Er Jón páll Eyjólfsson Hilmir Snær? er Randver í raun og veru Hannes óli águstsson? Ég veit það ekki fylgist með æsispennandi atburðarrás í "Hver er hver í bransanum"!


P.S.
Ég heiti Daníel Shutt og ég er ástríkur ástfanginn maðurog svo topp 5 listi..
súrustu bíomyndir
5. meet the feebles - Peter jackson
4. visitor Q- japanskur gaur.
3.eraserhead- David Lynch
2. bad taste- Peter Jackso
1.meaning of life - monty python

þriðjudagur, september 27, 2005

finding daníel

fyrsta æfing ... og leitin af hinum taugaveiklaða daníel er hafin.. það eru strax komin karaktereinkenni á drenginn og hann á pínu bágt verð égað segja..aumingja hann..sjáum til hvert
það fer..

5 uppáhaldsdýr

5. gíraffar (þeir eru bara svo góðir)
4. mörgæsir (þær renna sér ,held ég)
3. svartur pardus( ekkert smá töff)
2. labradorhundar (gott að eiga einn við hliðina á sér)
1. Risapanda (fyrir sófasett)

mánudagur, september 26, 2005

jói féló

jamm vegna kvörtunar frá dvergasamfélaginu hef ég ákveðið að taka mér kverkatak og skrifa..

dagurinn í dag var nú bara nokkuð merkilegur.. hann var bara nokkuð þunnur (ég er bara fífl) en fyndinn varr hann með eindæmum... ég drattaðist inn í kópavog og fór á samlestur hjá leikfélagi Kópavogs á fyrsta verki hins óviðjafnanlega Árna Beintein sem leikur með okkur strákunum í gleðigjafanum mikla Hýbílum vindanna .Þar er á ferðinni sakamála farsi um illvíga gæpamenn sem freima jJóa Féló sem er heiðvirður bakari fyrir að hafa dópað upp alla íslendinga með kleinuhringjum... þetta var verður að segjast stórfyndið bara fyrir það eitt að Árni skrifaði það, en málið er bara að með slípun og mikilli skerpingu er þetta gallsúr andskoti. klapp á bakið til Árna ...

á morgun hefjast svo æfingar á blóðbergi hjá Stúdentaleikhúsinu og það verður svo gaman vinurinn. ötli ég mati ekki þetta blogg mitt af einhverjum skít um það ef tími vinnst til... þangað til næst skil ég ykkur þarna úti eftir með lítinn topp 5 lista...

5 bestu lög.

5.I would hurt a fly- Built to spill
4.we are the robots-Kraftwerk
3.hurricane- neil young
2.venus in furs- velvet underground
1.stawberry fields forever-the beatles

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

önnur sýning

jamm það er önnur sýning á rós og gulla í kvöld og verður spennandi að sjá hvursu margir drattast af rassgatinu og hlamma sér á sýninguna ..

Annars eru hormónar farnir að gera vart við og sumar orðnar heldur viðkvæmar þessa dagana( kannski bara eðlilegt enda komin 6 mánuði á leið).

er núna búinn að vera edrú í 19 daga ...

bless í bili
h...

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

veikindi

það kemur nú ekki oft fyrir að ég verði veikur enda reynir maður eins og brennt barn að forðast það að liggja heima eins og aumingi. Til að bæta gráu oná svart þá tíndy ég bæði gleraugunum mínum og rafmagnssnúrunni að tölvunni minni um helvítis verslunarmannahelgina. Maður getur verið svoldanns mongólíti! en nú er netið aftur komið á heimilið þannig að ég get andað léttar(og skrifað).

Það er á svona stundum sem maður veltir fyrir sér framtíð sinni með Bakkusi og nú held ég að það hafi slitnað upp úr sambandi okkar endanlega , eða alla vega skal það núna sannreynt. Er kominn með leið á því að liggja andvaka eftir fjögurra daga sukkhelgar og það held ég að einhver sé kominn með leið á þeim líka(þ.e. sukkhelgunum) Ég lofaði líka Tryggva og sjálfum mér að ég myndi nota sumarið til að segja Bakkusi upp.

Annars er hún Harpa mín komin vel á veg enda á hún að eiga litla krakkaskrípið okkar seinni part nóvember, Baráttan um stjörnumerkin stendur sem hæst enda er hún sporðdreki og ég bogamaður og hún sett á 19. nóvember og þarf bara að fara 4 daga framyfir til að litli drengurinn verði bogamaður eins og pabbinn.

bið að heilsa þeim sem hafa heilsu.

laugardagur, júlí 23, 2005

í tísku

Þá er tískufyrirbærið "sprengjum alla" loksins komið til hinna siðmenntuðu vesturlanda..oftast er mest töff að ná sem flestu memm en ekki í Danmörku þar er þetta bara svona fjölskylduskemmtun, fyrir mig og konuna skiluru .
þetta tískufyrirbæri á rætur sínar að rekja í þeirri trú að ef maður(yfirleitt ekki kona) deyr píslardauða fyrir trú sína þá færðu heldur betur gott blowjobb frá fullt af hreinum meyjum! Það er nú alls ekki slæmt. ekki veit ég hvort gæjinn í danmörku hafi ekki fengið tott hjá konunni sinni og viljað fá það frá fullt af hreinum meyjum eða hvað en allavega hefur þetta síglaða tískufyrirbæri frá Juhadinu fest sig í sessi og nú keppast lestarstöðvar í London um að verða næstar í röðinni og heimildir herma að leicester street stöðin sé í farabroddi fyrir næstu sprengingu en íbúar lundúna og Luton vonast til að í framtíðinni verði þetta fastir liðir í borgarlífinu annann hvern fimmtudag,svona fyrir túristana.